Tónleikaárið 2019-2020
Á starfsárinu verða fernir tónleikar. Að vanda verður verkefnavalið fjölbreytt. Starfsárið hefst á einum ástsælustu píanókvintettum tónbókmenntanna þar sem blásarar og strengir raða sér í kring um píanóið. Jólatónleikar Kammersveitarinnar verða að sjálfsögðu á sínum...
ÚTGÁFA
Hér er að finna lista yfir yfirgripsmikla útgáfu Kammersveitar Reykjavíkur síðasliðin fjörutíu ár.
Hljóð og mynd
Hér er safn krækja þar sem hlýða má á og horfa á leik Kammersveitarinar á Youtube, Spotify, Itunes og Facebook Myndskeið Stikla frá jólatónleikum 2019, Telemann: Konsert fyrir flautu og blokkflautu Alkul eftir Huga Guðmundsson...

Tónleikaárið 2019-2020

Á starfsárinu verða fernir tónleikar. Að vanda verður verkefnavalið fjölbreytt. Starfsárið hefst á einum ástsælustu píanókvintettum tónbókmenntanna þar sem blásarar og strengir raða sér í kring um píanóið. Jólatónleikar Kammersveitarinnar verða að sjálfsögðu á sínum stað og sömuleiðis mun Kammersveitin ljúka Myrkum músíkdögum, tónlistarhátíð Tónskáldafélags Íslands eins og svo oft áður. Lokatónleikar starfsársins eru til heiðurs sjálfum Beethoven en árið 2020 eru 250 ár frá fæðingu hans.

Tveir frakkar og Schumann

Í Norðurljósum, Hörpu, 27. október 2019 – kl. 16:00

Á “Sígildum sunnudögum”, tónleikaröð Hörpu.

Kaupa miða

Kammersveit Rekjavíkur hefur starfsárið 2019–2020 með flutningi á Píanókvintett Schumanns, einu dáðasta kammerverki tónskáldsins.

Verkið er stórbrotið í forminu og skartar flóknum kontrapunkti þar sem stef mismunandi kafla bráðna saman í eina heild. Tónmál kvintettsins er víðfemt. Átakamiklir hlutar tónlistarinnar annars vegar í andstæðu við innilegar, þokkafullar laglínur hins vegar magna upp spennu sem á sér engan líka í kammerbókmenntum rómantíska tímabilsins.

Gáskafullur Sextett Poulencs, sem er eitt vinsælasta verkið fyrir blásara og píanó verður einnig á efnisskrá ásamt blásarakvintettinum Trois pièces brèves (Þrjú stutt verk) eftir Ibert.

Í Sextettinum hljómar djassaður galsi sem gæti hafa sprottið upp á kaffihúsum og börum Parísar. Inn á milli eru ómótstæðilegar laglínur sem eru dæmigerðar fyrir Poulenc. Eftirtektarvert er hversu vel hann skrifar fyrir hljóðfærin og hversu mörgum ólíkum litbrigðum hann hann nær að töfra fram með þessari hljóðfærasamsetningu.

The Reykjavík Chamber Orchestra starts the season 2019-2020 performingSchumann’s piano quintet, one of the most beloved chamber works of the the romantic era. It’s form, being both dramatic and spectacular, features a counterpoint which melds the different themes from various movements into a complete whole. Fervent and sensitive melodies are also characteristic of Schumannand the piece builds up a passion that is unique in the chamber music literature.

The humorous sextet by Poulenc which is one of the most popular pieces for winds, is also on the program and the wind quintet, Trois pièces brèves by Ibert. The sextet is full of jazzy humor that could have sprung from the cafes and bars of Paris. In between are irresistable melodies typical of Poulenc.  It is  interesting how well he writes for each instrument and how he magically creates different colors for this ensemble.

Efnisskrá:

Jacques Ibert (1890-1962): Trois Pièces brèves fyrir blásarakvintett

Poulenc (1899-1963): Sextet fyrir flautu, óbó, klarinett, fagott, horn og píanó

Hlé

R. Schumann (1810-1056):  Kvintett fyrir strengjakvartett og píanó


Jólabarrokk Kammersveitarinnar

Í Norðurljósum Hörpu, 8. desember – kl. 16:00

Á „Sígildum sunnudögum,“ tónleikaröð Hörpu.

Kaupa miða

Árlegir jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur eru með hátíðlegum hljóm. Ítölsk barokktónlist verður flutt og perlur eftir Domenico Gallo, Antonio Vivaldi, Marcello, Pergolesi, Locatelli og Veracini munu einnig heyrast á tónleikunum. Einleikarar í ár verða hinar ungu Steiney Sigurðardóttir sem tekið hefur við stöðu annars leiðara í sellódeild SÍ og Laufey Jensdóttir fiðluleikari sem leikið hefur með Kammersveitinni og SÍ um árabil. Glæsihallir í Flórens, Napólí og Feneyjum verða sóttar heim og fjölbreytt efnisskráin býður uppá bjartan sellókonsert eftir Vivaldi, fagurlega skreyttan fiðlukonsert Pergolesi, glæsilega konserta Locatelli og Alessandro Marcello og innhverfa en heimsfræga tríósónötu Domenico Gallo, verk sem Stravinsky notaði í ballett sínum Pulcinella.

The annual christmas concert of the Reykjavik Chamber Orchestra is a festive event.  Beautiful Italian baroque music will bring you the peaceful spirit of christmas. Our soloists this year are two young women, Steiney Sigurðardóttir who has recently become assistant principal cellist of the Iceland Symphony and violinist Laufey Jensdóttir who is also in the Iceland Symphony and a member of the Reykjavik Chamber Orchestra. You are invited to gorgeous palaces in Florence, Napoli and Venice and the varied program offers a bright and vivid cello concerto by Vivaldi, a beautifully ornamented violin concerto by Pergolesi, works by Locatelli, Marcello, Veracini and the introvert but world famous trio sonata by Domenico Gallo, a piece used by Stravinsky in his ballet Pulcinella.

Efnisskrá:

Domenico Gallo: Tríósónata nr. 1 í G dúr

Giovanni Battista Pergolesi: Fiðlukonsert

Locatelli: Concerti XI a quattro í c moll 

HLÉ

Veracini: Forleikur í Bb dúr 

Vivaldi: Sellókonsert RV 415 í G dúr 

Marcello: La Cetra no. 2 í E dúr


Kammersveitin á Myrkum

Í Norðurljósum Hörpu, 1. febrúar – kl. 21:30

Myrkir músíkdagar

Efnisskrá tilkynnt síðar.


Beethoven í 250 ár

Í Norðurljósum, Hörpu, 29. mars 2020 – kl. 16:00

Á „Sígildum sunnudögum,“ tónleikaröð Hörpu.

Kaupa miða

Kammersveit Reykjavíkur dregur upp svipmynd af Ludwig van Beethoven í tilefni þess að árið 2020 eru 250 ár frá fæðingu hans. Leikin verður tónlist sem lýsir lífi hans og list, í kynningu hljóðfæraleikara Kammersveitar Reykjavíkur. 

Kammersveit Reykjavíkur dregur upp svipmynd af Ludwig van Beethoven í tilefni þess að árið 2020 eru 250 ár frá fæðingu hans. Leikin verður tónlist sem lýsir lífi hans og list, í kynningu hljóðfæraleikara Kammersveitar Reykjavíkur.

Tilfinningaþrungið tónmál Beethovens sprengdi upp reglur klassíska tímabilsins og þandi form þess. Með því varpaði Beethoven klassíska tímabilinu yfir í það rómantíska. Síðan þá hefur ekkert tónskáld haft dýpri áhrif á tónlistarsöguna enda eiga verk hans fullt erindi við samtímann og halda áfram að koma á óvart með ferskleika sínum og snilld. 

Tónleikarnir hefjast á því að 11 ára undrabarnið Beethoven verður kynnt til leiks með fyrsta verki hans sem gefið var út. Þá munu æskuverk hljóma sem eru góðir fulltrúar hins klassíska Beethovens, undir áhrifum frá samtímanum og sér í lagi Mozart. Meðal þeirra eru blásaraoktettinn Rondino og Septett.

Frá síðari tímabilum ferilsins verður leikin kammerútgáfa af 1. þætti áttundu sinfóníu Beethovens sem Hrafnkell Orri Egilsson félagi í  Kammersveitinni útsetti sérstaklega fyrir tónleikana. 

Kammersveitin leikur einnig þátt úr píanótríói í D dúr op. 70 og Fúgu fyrir strengjakvintett op. 137. 

Ekki er hægt að minnast Beethovens án þess að skoða strengjakvartettana sem hann samdi á síðustu æviárum sínum, þegar hann var heyrnarlaus og þjakaður á líkama og sál.

Tónleikunum lýkur á Cavatinu úr strengjakvartett op. 130, sem hljómar nú í geimfarinu Voyager 1 sem ferðast hefur á 56.000 km hraða í 41 ár og er nú komin út úr sólkerfinu, í um 22.000.000.000 km fjarlægð frá jörðinni.

Beethoven for 250 years

The Reykjavík Chamber Orchestra celebrates 250 years since the birth of Ludwig van Beethoven with a broad look at his oeuvre.

His emotional musical language tore up the rules of the classical period and expanded its form, opening the way to the romantic period. 

No composer since then has made a deeper impact on music history. His music has just as much meaning and message today and it’s genius and endless depth still surprises and awes the musical world.

The concert starts by introducing the 11 year old child prodigy Ludwig van Beethoven with his first published piece, followed by pieces from his youth which are influenced by his contemporaries, especially Mozart.  Among them are the wind octet, Rondino and the famous septet.

From the middle period we hear a chamber version of the 1st movement from the 8th symphony arranged especially for this concert by Hrafnkell Orri  Egilsson a member of the Reykjavik Chamber Orchestra.

The Reykjavik Chamber Orchestra will also perform one movement from the piano trio in D major op. 70 and a Fugue for string quartet op. 137.

It is impossible to remember Beethoven without looking at his late string quartets composed in his final years when he had completely lost his hearing and was suffering both physically and mentally.

The concert ends with the Cavatina from the string quartet op. 130 which is among the contents on the two gold phonograph records that are included aboard the spacecraft Voyager 1 and are sort of a time capsule.  Voyager 1 has been travelling at 62.000 km/h for 42 years and is headed for interstellar space.

„Mikil kaflaskil“ Rut Ingólfsdóttir í viðtali, Morgunblaðið
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari kveður Kammersveit Reykjavíkur eftir 42 ára starf með útgáfu bókarinnar Þegar draumarnir rætast. Einnig koma út á...
Read More "„Mikil kaflaskil“ Rut Ingólfsdóttir í viðtali, Morgunblaðið"
Nýr geisladiskur Kammersveitar Reykjavíkur
Út er kominn geisladiskurinn Kvöldstund með Beethoven og Dvořák í flutningi Kammersveitar Reykavíkur. Á efnisskrá disksins er Sextett fyrir tvö horn...
Read More "Nýr geisladiskur Kammersveitar Reykjavíkur"
Þú munt dá Brahms, gagnrýni í Fréttablaðinu
Þú munt dá Brahms Kvöldstund með Brahms. Kammersveit Reykjavíkur. Útg. Smekkleysa 5 stjörnur Einn merkilegasti geisladiskur ársins á Íslandi er Kvöldstund...
Read More "Þú munt dá Brahms, gagnrýni í Fréttablaðinu"
Efnisskrá 2014-2015
Hér er hægt að skoða bækling starfsársins 2015-2016 sem PDF. Hann geymir efnisskrá og upplýsingar um flytjendur.
Read More "Efnisskrá 2014-2015"
40 ára afmælisrit
Árið 2014 fagnaði Kammersveit Reykjavíkur 40 ára afmæli sínu. Í því tilefni var gefið út þetta veglega rit um sögu sveitarinnar...
Read More "40 ára afmælisrit"
Efnisskrá 2015-2016
Hér er hægt að skoða bækling starfsársins 2015-2016 sem PDF. Hann geymir efnisskrá og upplýsingar um flytjendur.
Read More "Efnisskrá 2015-2016"
Efnisskrá 2011-2012
Hér er hægt að skoða bækling starfsársins 2011-2012 sem PDF. Hann geymir efnisskrá, upplýsingar um flytjendur og prógramnótur.
Read More "Efnisskrá 2011-2012"
Efnisskrá starfsársins 2010-2011
Hér er hægt að skoða bækling starfsársins 2010-2011 sem PDF. Hann geymir efnisskrá, upplýsingar um flytjendur og prógramnótur.    
Read More "Efnisskrá starfsársins 2010-2011"

ÚTGÁFA

Hér er að finna lista yfir yfirgripsmikla útgáfu Kammersveitar Reykjavíkur síðasliðin fjörutíu ár.

„Mikil kaflaskil“ Rut Ingólfsdóttir í viðtali, Morgunblaðið
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari kveður Kammersveit Reykjavíkur eftir 42 ára starf með útgáfu bókarinnar Þegar draumarnir rætast. Einnig koma út á þessu ári fimm diskar með...
Read More "„Mikil kaflaskil“ Rut Ingólfsdóttir í viðtali, Morgunblaðið"
Nýr geisladiskur Kammersveitar Reykjavíkur
Út er kominn geisladiskurinn Kvöldstund með Beethoven og Dvořák í flutningi Kammersveitar Reykavíkur. Á efnisskrá disksins er Sextett fyrir tvö horn og strengjakvartett í Es-dúr op.81b...
Read More "Nýr geisladiskur Kammersveitar Reykjavíkur"
Þú munt dá Brahms, gagnrýni í Fréttablaðinu
Þú munt dá Brahms Kvöldstund með Brahms. Kammersveit Reykjavíkur. Útg. Smekkleysa 5 stjörnur Einn merkilegasti geisladiskur ársins á Íslandi er Kvöldstund með Brahms með Kammersveit Reykjavíkur....
Read More "Þú munt dá Brahms, gagnrýni í Fréttablaðinu"
Efnisskrá 2014-2015
Hér er hægt að skoða bækling starfsársins 2015-2016 sem PDF. Hann geymir efnisskrá og upplýsingar um flytjendur.
Read More "Efnisskrá 2014-2015"
40 ára afmælisrit
Árið 2014 fagnaði Kammersveit Reykjavíkur 40 ára afmæli sínu. Í því tilefni var gefið út þetta veglega rit um sögu sveitarinnar Lesið afmælisritið sem PDF hér
Read More "40 ára afmælisrit"
Efnisskrá 2015-2016
Hér er hægt að skoða bækling starfsársins 2015-2016 sem PDF. Hann geymir efnisskrá og upplýsingar um flytjendur.
Read More "Efnisskrá 2015-2016"

Hljóð og mynd

Hér er safn krækja þar sem hlýða má á og horfa á leik Kammersveitarinar á Youtube, Spotify, Itunes og Facebook

Myndskeið

Stikla frá jólatónleikum 2019, Telemann: Konsert fyrir flautu og blokkflautu
Alkul eftir Huga Guðmundsson
Spjall
Stikla. Pierrot Lunaire á Listahátíð í Reykajvík

Hljóð

„Mikil kaflaskil“ Rut Ingólfsdóttir í viðtali, Morgunblaðið

Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari kveður Kammersveit Reykjavíkur eftir 42 ára starf með útgáfu bókarinnar Þegar draumarnir rætast. Einnig koma út á þessu ári fimm diskar með upptökum Kammersveitarinnar sem teknir voru upp að frumkvæði Rutar. Skoða …

Post With Image Grid

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit. Phasellus hendrerit. Pellentesque aliquet nibh nec urna. In nisi neque, aliquet vel, dapibus id, mattis vel, nisi. Sed pretium, ligula sollicitudin laoreet viverra, tortor libero sodales leo, eget blandit nunc tortor eu nibh. Nullam mollis. Ut justo. Suspendisse potenti.Read more“Post With Image Grid”

MYNDIR