Our Blog

Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari kveður Kammersveit Reykjavíkur eftir 42 ára starf með útgáfu bókarinnar Þegar draumarnir rætast. Einnig koma út á þessu ári fimm diskar með upptökum Kammersveitarinnar sem teknir voru upp að frumkvæði Rutar.

Skoða viðtalið sem pdf hér:

bls. 1 2016-12-03-all-94

bls. 2 2016-12-03-all-94


Út er kominn geisladiskurinn Kvöldstund með Beethoven og Dvořák í flutningi Kammersveitar Reykavíkur.
Á efnisskrá disksins er Sextett fyrir tvö horn og strengjakvartett í Es-dúr op.81b eftir L. v. Beethoven og Serenaða fyrir blásara, selló og kontrabassa í d-moll op. 44 eftir A. Dvořák.

Diskurinn er gefinn út af Smekkleysu eins og flestir geisladiskarnir í 26 diska útgáfusafni Kammersveitarinnar.

Kvöldstund með Beethoven og Dvořák er, eins og aðrir diskar Kammersveitarinnar, fáanlegur í verslun Smekkleysu á Laugavegi 35 og víða á netinu s.s. á Amazon. Kammersveitin hefur undanfarið gefið út geisladiska með klassískum verkum, m.a. Brandenborgarkonserta Bachs en fyrir þá útgáfu hlaut Kammersveitin Íslensku tónlistarverðlaunin 2003.

Sextettinn er í klassískum stíl og var saminn árið 1794-5, stuttu eftir að hinn ungi Beethoven hafði flutt búferlum til Vínarborgar. Líklegt er að Beethoven hafi þekkt bestu hljóðfæraleikara síns tíma í Vínarborg miðað við erfiðleikastig Sextettsins. Hægi þátturinn gefur hornleikurunum tækifæri til að láta hljóðfærið syngja en í lokakaflanum teflir Beethoven fram veiðmannastefi í anda Mozarts sem lést aðeins fáum mánuðum áður en Beethoven kom til Vínarborgar.

Dvořák samdi Serenöðuna snemma árs 1878. Auljóst er að tónlist Mozarts og Beethovens fyrir blásara hefur haft mikil áhrif á Dvořák. En við hið þrautreynda tónlistarform bætti tónskáldið þjóðlögum frá heimalandi sínu Bóhemíu og til varð ný tegund tónlistar ekki einungis ætluð hástéttinni heldur öllum almenningi, hann gæti einnig skilið og notið tónlistarinnar.

Flytjendur Kammersveitar Reykjavíkur á diskinum eru Daði Kolbeinsson og Peter Tompkins, óbó,  Einar Jóhannesson og Rúnar Óskarsson, klarinett, Rúnar H. Vilbergsson og Darri Mikaelsson, fagott, Brjánn Ingason, kontrafagott, Joseph Ognibene, Emil Friðfinnsson og Þorkell Jóelsson, horn, Rut Ingólfsdóttir og Júlíana Elín Kjartansdóttir, fiðla, Sarah Buckley, víóla, Inga Rós Ingólfsdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló og Richard Korn, kontrabassi.

Þú munt dá Brahms

Kvöldstund með Brahms. Kammersveit Reykjavíkur. Útg. Smekkleysa

5 stjörnur

Einn merkilegasti geisladiskur ársins á Íslandi er Kvöldstund með Brahms með Kammersveit Reykjavíkur. Nú er vissulega ekkert frumlegt við diskinn. Það eru engar nýjar tónsmíðar á honum, ekkert sniðugt konseft sem æpir á athygli. Kápan er ekki heldur neitt sem maður tekur eftir. Þar er bara ljósmynd af tónskáldinu, ein af mörgum sem hafa birst ótal sinnum. Svo hvað er svona spennandi við geisladiskinn?

Jú, það er hversu góður hann er. Nú eru til fullt af upptökum með erlendum öndvegismúsíköntum þar sem þeir flytja verkin á diskinum, en Kammersveitin stendur þeim fyllilega jafnfætis. Tæknilega séð er flutningurinn óaðfinnanlegur. Hornleikur Josephs Ognibenes í horntríóinu opus 40 er svo fagur að hann er eins og rödd úr himnaríki. Söngur Rannveigar Fríðu Bragadóttur í tveimur sönglögum opus 91 er þéttur og öruggur. Samspilið í strengjasextett opus 18 er nákvæmt og fágað, sveitin leikur líkt og einn maður. Meira að segja pizzicatóið, þ.e. strengjaplokkið í lok fyrsta kaflans er eins nálægt fullkomnun og hægt er að hugsa sér.

Það er samt ekki málið. Að sjálfsögðu þarf tæknin að vera pottþétt. En ef rétta tilfinningin er ekki í túlkuninni hafa tæknilegir yfirburðir litla þýðingu. Hér er Kammersveitin stöðugt að segja sögu. Hver einasti tónn hefur merkingu. Tónlistarfólkinu liggur það mikið á hjarta að hlustandinn hrífst með. Tónlistin er svo falleg að ekki er annað hægt en að loka augunum og gefa sig skáldskápnum á vald. Brahms er dásamlegur á þessum geisladiski.

Niðurstaða: 

Algerlega frábær geisladiskur með tímalausum upptökum á tónlist Brahms.

Árið 2014 fagnaði Kammersveit Reykjavíkur 40 ára afmæli sínu. Í því tilefni var gefið út þetta veglega rit um sögu sveitarinnar

Lesið afmælisritið sem PDF hér

Hér er hægt að skoða bækling starfsársins 2011-2012 sem PDF.

Hann geymir efnisskrá, upplýsingar um flytjendur og prógramnótur.

Frábærir dómar í Fanfare Magazine

_1Í nýjasta tölublaði Fanfare Magazine birtust frábærir dómar um geisladisk Kammersveitarinnar með fiðlukonsertum Bachs. Þar segir Robert Maxham meðal annars:
The playing itself sounds concise and fresh, with the soloists folded into the ensemble rather than shoved far forward.”
„…And Rut Ingólfsdóttir draws a consistently pure tone from her violin.” „The ensemble bustles—almost bristles—with high spirits in the first movement of the A-Minor Concerto. Ingólfsdóttir brings the same soaring lyricism to the slow movement that elevated her reading of the parallel movement in the Second Concerto; and her gusto in the finale recalls her exuberance in the E-Major Concerto’s finale.”
„Warmly recommended.”

Umfjöllunin í heild sinni:

BACH Concerto for Violin and Oboe in D Minor, BWV 1060a.Violin Concertos: No. 2 in E; No. 1 in a. Double Violin Concerto in d 1 • Rut Ingólfsdóttir (vn); Daoi Kolbeinsson (ob); 1 Unnur Maria Ingólfsdóttir (vn); Reykjavík CO • SMEKKLEYSA 15 (62: 06) 
It’s clear from the beginning of Johann Sebastian Bach’s Concerto for Violin and Oboe, BWV 1060a, played in D Minor rather than the C Minor in which it’s often heard, that the Reykjavík Chamber Orchestra, though numbering only 11 players, produces a mass of sound suggesting larger forces, perhaps because the venue in which the ensemble recorded the program in 2003 seems so reverberant. The playing itself sounds concise and fresh, with the soloists folded into the ensemble rather than shoved far forward. Daoi Kolbeinsson proves a sweet-toned, rather than a raucous, oboe soloist (notably in the slow movement, but throughout the rest of the concerto as well); and Rut Ingólfsdóttir draws a consistently pure tone from her violin, while the lower strings offer resonant support. In the first movement of the Second Violin Concerto, in E Major, Ingólfsdóttir plays energetically; and, as in the double concerto that precedes this one on the program, the recorded sound generally merges her solo lines, warm and rich (especially in the lower registers), whenever they modestly emerge, into the ensemble. She makes an especially lyrical case for the slow movement, which perhaps needs no special pleading but receives it anyway in her performance. Ingólfsdóttir and the ensemble adopt a brisk tempo that energizes the finale. The ensemble bustles—almost bristles—with high spirits in the first movement of the A-Minor Concerto. Ingólfsdóttir brings the same soaring lyricism to the slow movement that elevated her reading of the parallel movement in the Second Concerto; and her gusto in the finale recalls her exuberance in the E-Major Concerto’s finale.
Unnur Maria Ingólfsdóttir may sound brighter as a soloist than does Rut Ingólfsdóttir, but differences in their timbres serve to help listeners prise apart Bach’s polyphonic lines in the Double Violin Concerto. They play off each other to create seamless though complex intimacy in the first movement (when Jascha Heifetz played both violin parts of this concerto, something vital to its success, many might feel, went missing); they perfectly embody the notes’ comparison of the slow movement to interweaving snakes; and their rapid tempo keeps the spirits high—or the adrenaline flowing—through the finale.
These performances neither recall Isaac Stern’s or David Oistrakh’s fat romanticism in this repertoire, nor do they hurl jagged fragments at listeners. Nor, finally, do they suggest the polished blandness that I’ve often encountered in readings of these concertos by eminent violinists like Nathan Milstein or Zino Francescatti—both of whom gave penetrating accounts of Bach’s works for unaccompanied violin. For those seeking a sort of via media , therefore, that’s at the same time genial, essentially straightforward though elegant, and, in all, eloquent and expressive (and who can accept recorded sound more appropriate to the concerto grosso than to the romantic virtuoso blockbuster), Ingólfsdóttir, her fellow soloists, and the Reykjavík Chamber Orchestra should provide a satisfying account that won’t grow either irksome or tiresome upon repeated hearings. Reynir Axelsson’s insightful notes complete an attractive package. Warmly recommended. 
Robert Maxham
The reviews appeared in Issue 36:4 (Mar/Apr 2013) of Fanfare Magazine.

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit. Phasellus hendrerit. Pellentesque aliquet nibh nec urna. In nisi neque, aliquet vel, dapibus id, mattis vel, nisi. Sed pretium, ligula sollicitudin laoreet viverra, tortor libero sodales leo, eget blandit nunc tortor eu nibh. Nullam mollis. Ut justo. Suspendisse potenti. (more…)