Á fyrstu tónleikum starfsársins leikur Kammersveit Reykjavíkur septetta eftir tvö tónskáld klassíska tímabilsins, Ludwig van Beethoven og Johann Nepomuk Hummel.
Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur eru að þessu sinni eru helgaðir ítalskri barokktónlist. Einleikarar koma úr röðum sveitarinnar en einnig verður lútuleikarinn Arngeir Heiðar Hauksson sérstakur gestur. Arngeir hefur helgað sig upprunaflutningi á fornri tónlist og hefur starfað lengi í Bretlandi með hinum ýmsu tónlistarhópum.
Á tónleikunum leikur Kammersveitin hina þekktu jólakonserta Corellis og Manfredinis en auk þeirra eru á efnisskrá einleikskonsertar eftir Vivaldi og Brescianello. Arngeir Heiðar leikur einleik í lútukonserti Vivaldis en aðrir einleikarar á tónleikunum eru Una Sveinbjarnardóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir, Gunnhildur Daðadóttir og Laufey Jensdóttir á fiðlu, Hrafnkell Orri Egilsson á selló og Matthías Birgir Nardeau á óbó.
Kammersveit Reykjavíkur og gestir þeirra, Elbląska Orkiestra Kameralna, munu renna saman í eina sveit á þessum tónleikunum undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar hljómsveitarstjóra, sem nú stjórnar Kammersveitinni í annað sinn.
Það er vel við hæfi að á lokatónleikum Myrkra músíkdaga, tónlistarhátíðar Tónskáldafélags Íslands, verða öll tónverkin frumflutt, þrjú á heimsvísu og tvö á Íslandi. Og öll eiga þau sameiginlegt að vera eftir íslensk tónskáld.
Á efnisskrá er From My Green Karlstad, nýtt verk eftir Finn Karlsson, pantað af Kammersveit Reykjavíkur, Mosk eftir Þorkell Sigurbjörnsson f. strengi og sjávartrommu í minningu tónskáldsins sem hefði orðið áttrætt árið 2018, Dämmerung eftir Páll Ragnar Pálsson f. strengi og sópran við ljóð Melittu Urbancic. Eistneska sópransöngkonan Tui Hirv syngur einsöng í því verki.
Una Sveinbjarnardóttir, konsertmeistari Kammersveitarinnar verður einleikari í Demeter, Fiðlukonsert eftir Oliver Kentish og hljóðfæraleikarar kammersveitanna munu skipta um hlutverk og leika verkið Ferli eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir 10-30 ásláttarleikara í tilefni af áttræðisafmæli tónskáldsins síðar á árinu.
Kaupa miða hér