Tónleikaárið 2020-2021
Vivaldi – Árstíðirnar fjórar Ferðalag fyrir börn á öllum aldri Norðurljós í Hörpu, 4. október 2020 kl. 16.00 Á „Sígildum sunnudögum,“ tónleikaröð Hörpu Kaupa miða Litríkt ferðalag í tali og tónum gegnum Árstíðirnar fjórar eftir...
ÚTGÁFA
Hér er að finna lista yfir yfirgripsmikla útgáfu Kammersveitar Reykjavíkur síðasliðin fjörutíu ár.
MYNDIR

Tónleikaárið 2020-2021

Vivaldi – Árstíðirnar fjórar

Ferðalag fyrir börn á öllum aldri

Norðurljós í Hörpu, 4. október 2020 kl. 16.00

Á „Sígildum sunnudögum,“ tónleikaröð Hörpu

Kaupa miða

Litríkt ferðalag í tali og tónum gegnum Árstíðirnar fjórar eftir Vivaldi. Töfrahurð í samstarfi við Kammersveit Reykjavíkur kynnir „Árstíðirnar fjórar” með lítilli sögu sem fléttast inn í frægasta verk Antonio Vivaldi, Árstíðirnar fjórar. Sagan er eftir Pamelu De Sensi en Sigurlaug Knudsen fer með hlutverk Álfadrottningarinnar sem leiðir gesti í gegnum verkið. Antonio Vivaldi er eitt frægasta tónskáld sögunnar og mörg stef úr tónlist hans eru alþekkt í dag. Árstíðirnar fjórar eru vafalaust hans þekktasta verk en þar lýsir Vivaldi í tónum svipmyndum úr hverri árstíð fyrir sig. Upphaflega lét hann lítil ljóð, sonnettur, fylgja hverjum konserti, sem hann orti líklega sjálfur. Á svipaðan hátt hefur Pamela nú búið til lítið leikrit út frá svipmyndunum þar sem hljómsveit, tónlist og áheyrendur eru tengd saman með sögum, myndum og leik, leidd áfram af Álfadrottningunni. Vor, sumar, haust og vetur verða þannig leiksviðið og Kammersveit Reykjavíkur flytur þetta aðgengilega verk sem fylgt hefur okkur í mörg hundruð ár. 

Einleikari á tónleikunum er Una Sveinbjarnardóttir. 

Myndskreytingar eru eftir Heiðu Rafnsdóttur.

Pamela De Sensi tók lokapróf í flautu og master í kammertónlist frá Tónlistarháskólanum S. Cecilia í Róm, og lauk „Perfection Flutistic“ frá Accademia di Musica Fiesole í Florens. Hún hefur tekið þátt í mörgum keppnum sem sólisti og utan Ítalíu og alltaf orðið í efstu sætum. Pamela hefur komið fram á tónleikum víðs vegar bæði sem einleikari sem og í kammertónlist og má þar nefna Frakkland, Spán, England, Kasakstan, Mexíkó, Ísland, Færeyjar, Finnland, Bandaríkin og víðsvegar á Ítalíu, ásamt því að koma reglulega fram hér á Íslandi þar sem hún hefur búið frá árinu 2003., m.a. á tónlistarhátíðunum Myrkum músíkdögum, Norrænum músíkdögum, Sumartónleikum í Skálholtskirkju, Menningarnótt, Tectonics, 15:15 tónleikaröðinni og Listahátið. Árið 2009 var henni boðið að halda tónleika á alþjóðlegri ráðstefnu The National Flute Association í New York og International Flute Festival Flautissimo í Róm árið 2010,2012 og 2015 það sem hún flutti íslenska tónlist við góðan orðstír. Árið 2010 – 2013 starfaði hún sem framkvæmdarstjóri Sumartónleika í Skálholti sem á þeim tíma hlaut Eyrarrósina. Árið 2013 stofnar Pamela „Töfrahurð” tónlistarútgáfa, félag um víðtæka starfssemi sem snýr að tónlist fyrir börn og unglinga, hvort sem er sýningar, tónleikar eða útgáfa. Árið 2017 fékk verðlaun “Vorvindar IBBY” og 2018 Íslensku Tónlistarverðlaun, Tónverk ársíns í Djass og Blús sem meðhöfundur texta tón­listar­ævin­týrið Pét­ur og úlf­ur­inn… en hvað varð um úlf­inn?


Vivaldi – The Four Seasons

A journey for children of all ages

Harpa, Norðurljós Hall, October 4th 2020 at 4 pm

A colorful journey in words and music through Vivaldi’s Four Seasons.

Magic Door in collaboration with The Reykjavík Chamber Orchestra presents “The Four Seasons” with a little story which  intertwines Vivaldi’s most famous piece. The story is by Pamela de Sensi with Sigurlaug Knudsen in the role of the Elf Queen who guides our guests through the piece. Antonio Vivaldi is one of the most famous composers in history and many themes from his music are well known today. The Four Seasons is without doubt his most known piece, where every season comes alivethrough his music. Originally each concerto came with poems, sonnets, probably written by Vivaldi himself. In a similar way Pamela uses his almost visual images in the music to make a little play where the orchestra, music and audience are bonded together with stories and pictures under the guidance of the Elf Queen. Spring, Summer, Autumn and Winter become the stage as the Reykjavík Chamber Orchestra performs this popular piece that has been with us for centuries.

Soloist Una Sveinbjarnardóttir

Artwork Heiða Rafnsdóttir


Jólabarokk úr norði

Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur

Norðurljós í Hörpu 13. desember 2020 kl. 16.00

Á „Sígildum sunnudögum,“ tónleikaröð Hörpu

Kaupa miða

Á efnisskrá 42. jólatónleika Kammersveitar Reykjavíkur verður barokktónlist eftir tónskáld sem störfuðu í norðanverðri Evrópu. Ferðinni er heitið frá Lundúnum til Potsdam og alla leið norður til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Til að bæta fyrir að vestræn tónlist náði ekki ströndum Íslands fyrr en á seinni hluta 19. aldar mun Kammersveitin leika íslensk þjóðlög og jólalög í barokkbúningi í útsetningum meðlima sveitarinnar sjálfrar.

Einleikari á tónleikunum er Áshildur Haraldsdóttir.

Efnisskrá:

Dieterich Buxtehude: Chaconne úr tríósónötu í B-dúr op. 1 nr. 4

Franz Benda: Flautukonsert í e-moll

Johan Daniel Berlin: Klarinettsinfónía í D-dúr, K D1

Haendel: Largo úr Xerxesi

Johan Helmich Roman: Úr Golovin-svítunni BeRI 1 

Haendel: Concerto Grosso op. 6 No.12 in B minor, HWV330 

Íslensk þjóðlög og jólalag í nýrri barokkútsetningu meðlima Kammersveitar Reykjavíkur

Hátíð fer að höndum ein

Jólakvæði

Oss barn er fætt í Betlehem

Áshildur Haraldsdóttir nam flautuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk síðan háskólaprófum frá The New England Conservatory of Music, Juilliard skólanum í New York og Konservatoríinu í París. Hún hefur unnið til verðlauna í fjórum alþjóðlegum tónlistarkeppnum og hljóðritað fimm einleiksgeisladiska. Auk þess að koma reglulega fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur hún leikið einleik með hljómsveitum í fjórum heimsálfum og komið fram í útvarpi og sjónvarpi í yfir 20 löndum. Áshildur hefur verið meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 2004. Árið 2010 var Áshildur sæmd riddarakrossi hinnar Íslensku fálkaorðu fyrir störf sín á vettvangi íslenskrar tónlistar.


Baroque in the north

The Reykjavík Chamber Orchestra christmas concert

Harpa, Norðurljós Hall, December 13th 2020 at 4pm

The Reykjavík Chamber Orchestra celebrates it’s 42nd year of Christmas concerts with baroque music by composers who worked

in northern Europe. We travel from London to Potsdam and further north to Denmark, Norway and Sweden. To compensate that western

music didn’t reach Iceland until the late 19th century, the Reykjavík Chamber Orchestra will perform Icelandic folk songs and Christmas carols arranged in baroque style by the members of the orchestra.

Soloist Áshildur Haraldsdóttir

Program:

Dieterich Buxtehude:  Chaconne from trio sonata in B-major op. 1 nr. 4

Franz Benda: Flute concerto in e-minor

Johan Daniel Berlin:  Clarinet symphony in D-major, K D1

Haendel:  Largo from Xerxes

Johan Helmich Roman:  From the Golovin-suite BeRI 1

Haendel Concerto Grosso op. 6 No. 12 in b-minor, HWV330

Icelandic folk songs and a christmas carol in new baroque arrangements

by members of the Reykjavik Chamber Orchestra

Hátíð fer að höndum ein

Jólakvæði

Oss er barn fætt í Betlehem

Icelandic flutist Áshildur Haraldsdóttir studied at the Juilliard School of Music and the Paris Conservatory where she was the first flutist to enrol in the ‘Cycle de Perfectionnement’. Áshildur has won prizes at competitions including The New England Conservatory Commencement Competition, The Annual James Pappoutsakis Memorial Fund Competition, The biennial For Young Nordic Soloists, The International Young Concerts Artists Competition of Royal Tunbridge Wells, The International ‘Flute d’Or’ Competition of Paris and the International Competition ‘Syrinx’ of Italy.

Áshildur has appeared in concerto with 14 different symphony orchestras such as Solisti Veniti and the Iceland Symphony Orchestra  in Europe, Africa, Asia and America. She has appeared on radio or television in over 20 countries.Áshildur´s flutistry has been has published on six solo CD’s in Sweden and Iceland. Her last cd was nominated for the Icelandic Music Prize.  Áshildur Haraldsdóttir is a member of the Iceland Symphony Orchestra professor of flute at The Reykjavík College of Music. She is a holder of the Icelandic order of chivalry, the Order of the Falcon medallion. 


Kammersveitin á Myrkum

Myrkir músikdagar 30. janúar 2021

Myrkir músíkdagar

Efnisskrá tilkynnt síðar.


England x3

Norðurljós í Hörpu, 25. apríl 2020 kl. 16.00

Á „Sígildum sunnudögum,“ tónleikaröð Hörpu.

Kaupa miða

Á síðustu tónleikum starfsársins leikur Kammersveit Reykjavíkur þrjú verk frá Englandi. Klarinettkonsert eftir Gerald Finzi, Serenöðu fyrir tenór, horn og strengi eftir Benjamin Britten og Chaconne í g moll eftir Purcell í útsetningu Brittens. Auk þriggja einleikara er strengjahljómsveitin í aðalhlutverki á þessum tónleikum.

Stjórnandi er hinn þýski Johannes Debus, tónlistarstjóri Canadian Opera Company.

Efnisskrá:

Henry Purcell/Benjamin Britten: Chaconne í g moll 

Gerald Finzi: Konsert fyrir klarinett og strengi op. 31

Benjamin Britten: Serenaða fyrir tenór, horn og strengi op. 31

Klarinett: Rúnar Óskarsson

Einsöngvari: Stuart Skelton

Horn: Frank Hammarin

Stjórnandi: Johannes Debus 

Benjamin Britten (1913-1976) var aðdáandi Henry Purcell (1659-1695) og gerði bæði útsetningar af verkum hans, stóð fyrir flutningi þeirra og notaði stef úr verkum hans í sín eigin. Purcell samdi Chaconne í g moll fyrir fjögur strengjahljóðfæri líklega í kringum árið 1680, en útgafa Britten var gerð árið 1948 og felst helst í því að bæta við styrkleikabreytingum auk þess sem við fáum að heyra hana fyrir fullskipaða strengjasveit.

Klarinettkonsert eftir Gerald Finzi (1901-1956) er eitt af hans frægustu verkum og er mikið flutt um allan heim þó ekki hafi það mikið verið flutt á Íslandi. Konsertinn var frumfluttur í London árið 1949 þar sem tónskáldið hélt um tónsprotann og einn fremsti klarinettleikari Breta, Frederick Thurston, lék einleikshlutann. Verkið er í þremur þáttum og leyfir Finzi klarinettinu að blómstra í dásamlegum laglínum, mörgum þjóðlagaskotnum, alltaf stutt af hugmyndaríkri hljómsveitarútsetningu þar sem ást hans á bæði klarinettinu og strengjasveitinni skín í gegn. Í verkinu má heyra margs konar stemningar, allt frá ljóðrænum köflum yfir í einhverskonar andlega íhugun og þaðan yfir í sprúðlandi gleði. 

Serenaða fyrir tenor, horn og strengi eftir Benjamin Britten var samið árið 1943. Britten hafði farið til Bandaríkjanna árið 1939 en flutti aftur til Englands árið 1942, í miðri seinni heimsstyrjöldinni. Stærsta verk Brittens frá þessum tíma er vitanlega óperan Peter Grimes, en af öðrum verkum hans frá þessum tíma þykir Serenaðan vera það mikilvægasta. 

Verkið er samið við sex ljóð eftir bresk ljóðskáld þar sem viðfangsefnið er nóttin, allt frá heillandi róseminni yfir í skuggalegri hliðar. Verkið hefst og endar á einleikshorni – nokkurs konar formála og eftirmála – þar sem tónskáldið nýtir sér náttúrulega yfirtóna hornsins, sem í eyrum okkar sem vön erum vestrænum dúr- og molltónstigum gætu hljómað hreinlega sem falskir. 

Stuart Skelton er einn af þekktustu hetjutenórum samtímans og hefur komið fram í stærstu óperuhúsum heims. Á meðal hlutverka hans eru meðal annars Siegmund (Valkyrjan), Otello (Otello), Parsifal (Parsifal), Lohengrin (Lohengrin), Peter Grimes (Peter Grimes) og Tristan (Tristan og Isolde) í Metropolitan-óperunni, Konunglega óperuhúsinu í Covent Garden, Þjóðaróperunni í Vín, óperuhúsunum í París og Berlín, Fílharmóníusveitunum í Berlín og London, Sinfóníuhljómsveitunum í London (LSO), Chicago, Dallas, St. Louis, San Fransisco, Cincinnati, Sydney, Melbourne og West Australia svo fátt sé nefnt. Hann hefur tekið upp Valkyrjuna 5 sinnum, Das Lied von der Erde með fjórum mismunandi hljómsveitum og nýlega kom út Tristan og Isolde með West Australia Symphony en hann tók einnig upp sóló plötu sína Shining Knight með hljómsveitinni árið 2018. Nýjasta platan sem Stuart kemur fram á er Peter Grimes í titilhlutverki óperunnar með Bergen fílharmóníunni ásamt Edward Gardner. 

Frank Hammarin (f. 1990), frá Kaliforníu, er með bakkalárgráðu frá DePaul University í Chicago þar sem hann lærði undir Jon Boen, Oto Carrillo og Jim Smelser. Árið 2015 hlaut hann meistaragráðu frá The Peabody Institute í Baltimore. Kennari hans þar var Denise Tryon.

Frank er fastráðinn hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur spilað með hljómsveitinni síðan 2016. Samhliða starfinu hefur hann starfað sem kennari sem og spilað kammertónlist á alþjóðlegum vettvangi. Frank ver frístundum sínum í sundlaug vesturbæjar og í eldhúsinu heima.

Rúnar Óskarsson lauk kennara- og einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1993 þar sem hann naut handleiðslu Sigurðar I. Snorrasonar. Hann stundaði framhaldsnám hjá George Pieterson við Sweelinck tónlistarháskólann og lauk prófi frá skólanum1996. Samhliða klarínettunáminu nam hann bassaklarínettuleik hjá Harry Sparnaay og lauk einleikarprófi á bassaklarínettu vorið 1998. Rúnar sótti og tíma hjá Walter Boeykens í Rotterdam.

Hann er fastráðinn klarínettu- og bassaklarínettuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands, en auk þess hefur hann leikið með ýmsum hópum, Kammersveit Reykjavíkur, Caput, hljómsveit Íslensku óperunnar og í Þjóðleikhúsinu og komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur. Rúnar hefur einnig gefið út geisladiska og leikið á fjölmörgun einleiks- og kammertónleikum.

Hann kennir við Tónlistarskóla Kópavogs og er stjórnandi Lúðrasveitar Hafnarfjarðar.

England x3

Harpa, Norðurljós Hall, April 25th 2021 at 4pm

In the last concert of the season the Reykjavik Chamber Orchestra will perform three pieces from England. Clarinet concerto by Gerald Finzi.  Serenade for tenor horn and strings by Benjamin Britten and Chaconne in g minor by Purcell arranged by Britten. Besides the three soloists the string orchestra plays a major role in this concert. The conductor is Johannes Debus, the music director of the Canadian Opera Company.

Program:

Henry Purcell/Benjamin Britten: Chaconne in g minor

Gerald Finzi: Concerto for Clarinet and strings op. 31

Benjamin Britten: Serenade for tenor, horn and strings op. 31

Clarinet:  Rúnar Óskarsson

Tenor:  Stuart Skelton

Horn:  Frank Hammarin

Conductor:  Johannes Debus

Benjamin Britten (1913 – 1976) was a great admirer of Henry Purcell (1659 – 1695) and he made arrangements of his works, had them performed and used themes from them in his own music. Purcell wrote the Chaconne in g minor for a quartet of strings probably around the year 1680, but Britten’s arrangement from the year 1948 is mostly about adding some dynamic changes and we also get to hear it for a full

string orchestra.

The clarinet concerto by Gerald Finzi (1901 – 1956) is one of his most famous works and is frequently performed around the world though in Iceland it has not been performed a lot. The concerto was premiered in London in the year 1949 where 

the composer held the baton and the soloist was one of Britains most acclaimed clarinetist Frederick Thurston. The piece is in three movements and Finzi gives the clarinet freedom to bloom in wonderful melodies, many with a folkloric hint, always with an imaginative orchestral support where his love for the clarinet and string orchestra shines through.

In the piece many different moods can be heard, ranging from lyric passages to spiritual contemplation and sparkling joy.

Serenade for tenor, horn and strings by Benjamin Britten was composed in 1943.  Britten had moved to the United States in 1939 but returned to England in 1942, in the middle of the second world war.  Britten’s biggest piece from this time is obviously the opera Peter Grimes, but of other pieces from this period, the Serenade is considered the most important. The piece is composed on six poems by british poets where the theme is, the night, from enchanting tranquility to it’s more dark and shady sides.

The piece starts and ends with the solo horn – a kind of prologue and epilogue – where the composer uses the natural overtones of the horn, which might sound to our ears, used to western major and minor scales, quite frankly out of tune.

Johannes Debus has been Music Director of the Canadian Opera Company (COC) since 2009, having been appointed immediately following his debut. His 2019-20 season includes performances of Rusalka, Hänsel und Gretel, and The Flying Dutchman.

Recent highlights include Debus’s debuts with the Seattle, Oregon, and Milwaukee Symphonies; Santa Fe Opera conducting Jenůfa; ORF Vienna Radio Symphony Orchestra; Hallé Orchestra; and the Bilbao Orkestra Sinfonikoa, and return engagements with the Frankfurt Radio, Toronto, Kansas City, and San Diego Symphonies; the Metropolitan Opera conducting The Tales of Hoffmann; and the Bregenz Festival conducting the Austrian premiere of Goldschmidt’s Beatrice Cenci with the Vienna Symphony.

Debus conducts regularly at the Bayerische Staatsoper Munich, Staatsoper unter den Linden Berlin, and Frankfurt Opera and has appeared in new productions at English National Opera and Opéra National de Lyon. He made his debut at the BBC Proms with Britten’s Sinfonia in 2014, and conducted a new production of The Tales of Hoffmann at the 2015 Bregenz Festival.

As guest conductor, he has appeared at several international festivals such as the Biennale di Venezia and Schwetzingen Festivals, Festival d’Automne in Paris, Lincoln Center Festival, Ruhrtriennale, Suntory Summer Festival, and Spoleto Festival. He has appeared with The Cleveland Orchestra, Boston Symphony Orchestra, and the Philharmonia in London.

Debus graduated from the Hamburg Conservatoire before being engaged as répétiteur and, subsequently, Kapellmeister by Frankfurt Opera where he acquired an extensive repertoire from Mozart to Thomas Adès. At home in both contemporary music and the core repertoire, he has conducted a wide range of world premieres and works of the twentieth and twenty-first centuries. He has collaborated with internationally-acclaimed ensembles such as Ensemble Intercontemporain, Ensemble Modern, Klangforum Wien, and Musikfabrik. He enjoys an ongoing relationship with the Royal Conservatory of Music in Toronto.

Stuart Skelton is one of the world’s leading heldentenors and has appeared in some of the repertoire’s most demanding roles on all the major stages of the world, including Siegmund (Die Walkure), Otello (Otello), Parsifal (Parsifal), Lohengrin (Lohengrin), Florestan (Fidelio) , Peter Grimes (Peter Grimes) and Tristan (Tristan und Isolde) with the Metropolitan Opera, Royal Opera House – Covent Garden, Vienna State Opera, Paris Opera, Berlin State Opera, London Symphony Orchestra, Chicago Symphony Orchestra, Boston Symphony, Berlin Philharmonic, London Philharmonic, and Symphony orchestras of Dallas, St Louis, San Francisco, Cincinnati, Sydney, Melbourne and West Australia. Stuart appears on 5 recordings of Die Walküre, has recorded Das Lied von der Erde 4 times, and recorded Tristan und Isolde and his debut solo disc Shining Knight in 2018. Stuart also appears in the title role on the upcoming CD of Peter Grimes, with the Bergen Philharmonic under Edward Gardner.

California native Frank Hammarin began playing the horn at age 11. He received a Bachelors degree from DePaul University in Chicago where he studied with Jon Boen, Oto Carrillo, and Jim Smelser. Frank went on to receive a Masters degree from The Peabody Institute in Baltimore where he studied with Denise Tryon.

Frank has performed orchestral and chamber music internationally at music festivals and was a fellowship student of John Zirbel for two summers at the Aspen Music Festival. Since 2016 he has been a member of the Iceland Symphony Orchestra.
Rúnar Óskarsson completed solo and teaching diplomas from the Reykajvík College of Music 1993, where his principal teacher was Sigurður I. Snorrason. He continued his studies at the Sweelinck Conservatory in Amsterdam with George Pieterson and in 1996 graduated with a diploma in clarinet performance. Rúnar also studied with Harry Sparnaay and completed the same degree on bass clarinet in 1998, having also studied with Walter Boeykens in Rotterdam. After three years of playing and teaching in Holland, he returned to Iceland and has since 2004 held a position with the Iceland Symphony Orchestra and played with the Reykjavík Chamber Orchestra, Caput, The Icelandic Opera and the National Theater, not to mention many solo and chamber music concerts.

„Mikil kaflaskil“ Rut Ingólfsdóttir í viðtali, Morgunblaðið
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari kveður Kammersveit Reykjavíkur eftir 42 ára starf með útgáfu bókarinnar Þegar draumarnir rætast. Einnig koma út á...
Read More "„Mikil kaflaskil“ Rut Ingólfsdóttir í viðtali, Morgunblaðið"
Nýr geisladiskur Kammersveitar Reykjavíkur
Út er kominn geisladiskurinn Kvöldstund með Beethoven og Dvořák í flutningi Kammersveitar Reykavíkur. Á efnisskrá disksins er Sextett fyrir tvö horn...
Read More "Nýr geisladiskur Kammersveitar Reykjavíkur"
Þú munt dá Brahms, gagnrýni í Fréttablaðinu
Þú munt dá Brahms Kvöldstund með Brahms. Kammersveit Reykjavíkur. Útg. Smekkleysa 5 stjörnur Einn merkilegasti geisladiskur ársins á Íslandi er Kvöldstund...
Read More "Þú munt dá Brahms, gagnrýni í Fréttablaðinu"
Efnisskrá 2014-2015
Hér er hægt að skoða bækling starfsársins 2015-2016 sem PDF. Hann geymir efnisskrá og upplýsingar um flytjendur.
Read More "Efnisskrá 2014-2015"
40 ára afmælisrit
Árið 2014 fagnaði Kammersveit Reykjavíkur 40 ára afmæli sínu. Í því tilefni var gefið út þetta veglega rit um sögu sveitarinnar...
Read More "40 ára afmælisrit"
Efnisskrá 2015-2016
Hér er hægt að skoða bækling starfsársins 2015-2016 sem PDF. Hann geymir efnisskrá og upplýsingar um flytjendur.
Read More "Efnisskrá 2015-2016"
Efnisskrá 2011-2012
Hér er hægt að skoða bækling starfsársins 2011-2012 sem PDF. Hann geymir efnisskrá, upplýsingar um flytjendur og prógramnótur.
Read More "Efnisskrá 2011-2012"
Efnisskrá starfsársins 2010-2011
Hér er hægt að skoða bækling starfsársins 2010-2011 sem PDF. Hann geymir efnisskrá, upplýsingar um flytjendur og prógramnótur.    
Read More "Efnisskrá starfsársins 2010-2011"

ÚTGÁFA

Hér er að finna lista yfir yfirgripsmikla útgáfu Kammersveitar Reykjavíkur síðasliðin fjörutíu ár.

„Mikil kaflaskil“ Rut Ingólfsdóttir í viðtali, Morgunblaðið
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari kveður Kammersveit Reykjavíkur eftir 42 ára starf með útgáfu bókarinnar Þegar draumarnir rætast. Einnig koma út á þessu ári fimm diskar með...
Read More "„Mikil kaflaskil“ Rut Ingólfsdóttir í viðtali, Morgunblaðið"
Nýr geisladiskur Kammersveitar Reykjavíkur
Út er kominn geisladiskurinn Kvöldstund með Beethoven og Dvořák í flutningi Kammersveitar Reykavíkur. Á efnisskrá disksins er Sextett fyrir tvö horn og strengjakvartett í Es-dúr op.81b...
Read More "Nýr geisladiskur Kammersveitar Reykjavíkur"
Þú munt dá Brahms, gagnrýni í Fréttablaðinu
Þú munt dá Brahms Kvöldstund með Brahms. Kammersveit Reykjavíkur. Útg. Smekkleysa 5 stjörnur Einn merkilegasti geisladiskur ársins á Íslandi er Kvöldstund með Brahms með Kammersveit Reykjavíkur....
Read More "Þú munt dá Brahms, gagnrýni í Fréttablaðinu"
Efnisskrá 2014-2015
Hér er hægt að skoða bækling starfsársins 2015-2016 sem PDF. Hann geymir efnisskrá og upplýsingar um flytjendur.
Read More "Efnisskrá 2014-2015"
40 ára afmælisrit
Árið 2014 fagnaði Kammersveit Reykjavíkur 40 ára afmæli sínu. Í því tilefni var gefið út þetta veglega rit um sögu sveitarinnar Lesið afmælisritið sem PDF hér
Read More "40 ára afmælisrit"
Efnisskrá 2015-2016
Hér er hægt að skoða bækling starfsársins 2015-2016 sem PDF. Hann geymir efnisskrá og upplýsingar um flytjendur.
Read More "Efnisskrá 2015-2016"

MYNDIR