Tónleikaárið 2018-2019

Sagan af dátanum

Í Norðurljósum, Hörpu, 23. september 2018 – kl. 16:00

Á “Sígildum sunnudögum”, tónleikaröð Hörpu

Kaupa miða

Á fyrstu tónleikum starfsársins leikur Kammersveit Reykjavíkur Söguna af dátanum eftir Igor Stravinsky. Sögumaður er Jóhann Sigurðarson og stjórnandi er Bjarni Frímann Bjarnason. Verkið var frumflutt fyrir 100 árum síðan, eða þann 28. september 1918 í Lausanne í Sviss. Verkið samdi Stravinsky við texta eftir C.F. Ramuz, sem byggði söguna á gamalli rússneskri þjóðsögu en íslenska þýðingu gerði Þorsteinn Valdimarsson. Hermaðurinn Jósef er á leið heim í stutt frí. Á leiðinni sest hann niður til að leika á fiðluna sína þegar Kölski, í gervi gamals manns, býður honum uppá skipti; Kölski fær fiðluna í skiptum fyrir bók sem á að færa þeim sem kann með að fara, óendanleg auðævi. Jósef gengur að samningnum en kemst fljótt að því að auðurinn færir honum ekki hamingju. Hann losar sig við bókina og kaupir fiðluna aftur, en viðskiptum hans og Kölska er þó langt frá því að vera lokið. Sagan er áminning um að hamingjan verður ekki keypt þrátt fyrir öll heimsins auðævi, og á jafn vel við nú og fyrir 100 árum þegar verkið var frumflutt.


Bach, Bach og Telemann

Faðir sonur og guðfaðir

Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur Í Norðurljósum, Hörpu, 2. desember 2018 – kl. 16:00

Á „Sígildum sunnudögum,“ tónleikaröð Hörpu.

Kaupa miða

Svo árum skiptir hefur Kammersveit Reykjavíkur glatt tónleikagesti með jólatónleikum sínum. Eftir tónleika til fjölda ára í Áskirkju hefur sveitin nú flutt jólatónleika sína í Hörpu og eru þeir orðnir ómissandi hluti fjölbreyttrar tónleikaflóru hússins á aðventunni.

Tónleikarnir í ár eru sérlega glæsilegir. Sveitin mun flytja fjölbreytt verk eftir þrjá meistara barokktímans. Þá J.S Bach, C.P.E Bach og G.Ph Telemann. Sveitin fær til sín góða gesti, þau Inês d’Avena blokkflautuleikara og Claudio Ribeiro semballeikara, en þau eru bæði búsett í Hollandi og starfa við flutning barokktónlistar. Að auki koma meðlimir Kammersveitarinnar fram sem einleikarar á tónleikunum, þær Bryndís Þórsdóttir fagottleikari og Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari. Á efniskránni má meðal annars finna tríósónötur, konserta og hina rómuðu hljómsveitarsvítu J.S Bachs nr. 1.


Kammersveitin á Myrkum músíkdögum

2. febrúar 2019


Vortónleikar Kammersveitar Reykjavíkur

17. mars 2019

Í Norðurljósum, Hörpu, 17. mars 2019 – kl. 16:00

Á „Sígildum sunnudögum,“ tónleikaröð Hörpu.