Hér gefur á að líta viðamikið útgáfusafn Kammersveitar Reyjavíkur. Það telur 24 geisladiska og tvo DVD-diska

Á undanförnum árum hefur Kammersveit Reykjavíkur lagt áherslu á upptöku og útgáfu íslenskra verka m.a. þeirra fjölmörgu tónverka sem íslensk tónskáld hafa samið sérstaklega fyrir hana. Þessir geisladiskar endurspegla þá listrænu samvinnu sem Kammersveitin hefur átt við helstu listamenn landsins í gegnum tíðina. Ennfremur hefur Kammersveitin gefið út geisladiska með klassískum verkum m.a. Brandenborgarkonserta Bachs en fyrir þá útgáfu hlaut Kammersveitin Íslensku tónlistarverðlaunin 2003.

Útgáfufyrirtækið Smekkleysa hefur gefið út flesta diska Kammersveitarinnar. Eru þeir fáanlegir í verslun Smekkleysu á Laugavegi 35, víða á netinu s.s. á Amazon og margir hverjir aðgengilegir á Itunes og Spotify.