TÓNLEIKAÁRIÐ 2016-2017

Starfsárið 2016-2017

Strengjakvartettinn Siggi á Norrænum músíkdögum

Í Kaldalóni, Hörpu, 1. október, kl. 12.00

sello_viti

Kammersveit Reykjavíkur kynnir Strengjakvartetinn Sigga til leiks á Norrænum Músíkdögum en allir meðlimir kvartettsins hafa verið meðlimir í Kammersveitinni til margra ára. Norrænir Músíkdagar er ein elsta tónlistarhátíð heims og var stofnuð árið 1888.

1456135225150Strengjakvartettinn Siggi var hins vegar stofnaður árið 2012 af  Unu Sveinbjarnardóttur, Helgu Þóru Björgvinsdóttur, Þórunni Ósk Marínósdóttur og Sigurði Bjarka Gunnarssyni.

Efnisskrá: Daniel Bjarnason (IS) Stillshot (2015), Lauri Mäntysaari (FI) String Quartet (2013), Rei Munakata (JP/SE) Nanome (2010), Tine Surel Lange (DK/NO) Stemmninger del 1 Morket (2013) og Thórunn Marinósdóttir (IS) Panama Papers (2016

Nánar um tónleikana og Norræna músíkdaga hér.


 

Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur

Í Norðurljósum, sunnudaginn 18.desember, kl. 17.15

Tónleikaröð Hörpu: “Sígildir sunnudagar”    [button type=”default” size=”small” url=”https://www.tix.is/is/harpa/buyingflow/tickets/3117″]Kaupa miða[/button]

kammersveit_jolatonleikar_long

Einsöngvari: Kristinn Sigmundsson
Stjórnandi og einleikari: Jory Vinikour

Efnisskrá: J.S. Bach: Doch weichert ihr tollen vergeblichen Sorgen (Cantata BWV 8) og Großer Herr und starker König, (Weihnacts Oratorium) G.F.Handel: Concerto Grosso Op 3 nr. 3 í G-dúr HWV 314 og The trumpet shall sound (Messias) C.P.E Bach: Sembalkonsert í d-moll Wq 23 og Sinfónía í C dúr Wq 182/3

Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur eru orðnir ómissandi hluti af jólahaldi margra borgarbúa. Að vanda verða á efnisskrá tónverk barrokktímabilsins sem hafa á sér hátíðarblæ og geta hrifið áheyrendur upp úr hversdagslegri tilveru sinni inn í annan og viðhafnarmeiri heim.   Að þessu sinni gefst tónleikagestum tækifæri til að heyra okkar ástsæla Kristinn Sigmundsson syngja með kammersveitinni. Einn af fremstu semballeikurum heims, Jory Vinikour, mun stjórna tónleikunum auk þess að flytja sembalkonsert í d-moll eftir C.P.E. Bach.

Kristinn Sigmundsson þarf vart að kynna en hann hefur starfað sem söngvari í yfir 30 ár. Hann mun flytja jólaaríur úr Kantötu númer 8 og Jólaóratoríu eftir J.S. Bach, og aríuna The trumpet shall sound úr Messíasi eftir Händel.Kristinn hefur komið fram í flestum stærstu óperu- og tónlistarhúsum heims, t.d. Metropolitan-óperunni og La Scala í Mílanó, svo nokkuð sé nefnt. Í ár hlaut hann heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir framlag sitt til tónlistarlífsins.

Jory Vinikour kemur fram á tónleikum um allan heim og er hérlendum tónleikagestum einnig kunnur. Um leik hans skrifaði Sigríður Björnsdóttir í DV: „Heimsókn Vinikours hingað er mikill tónlistarviðburður. Maðurinn leikur eins áreynslulítið á sembal og aðrir anda og af svo miklu listfengi að annað eins hefur vart heyrst hér. Þegar svo við bætist sú djörfung sem m.a. mátti heyra í Menúett í BWV 1033 er ljóst að viðkomandi nýtur og gefur af einstökum rausnarskap.” Jory vann til fyrstu verðlauna í alþjóðlegu sembalkeppnunum í Varsjá og Prague Spring Festival og hefur tvívegis verið tilnefndur til Grammy verðlauna. Jory og Kristinn kynnust í Parísaróperunni þar sem þeir fluttu saman óperuna Ariodante eftir Händel undir stjórm Marc Minkowski, með Anne Sophie von Otter og fleira góðu fólki.


 

Kammersveitin á Myrkum Músíkdögum

 Í Hörpu, laugardaginn 28. janúar, kl. 21.00

mykrkir_musikdagar

Að vanda mun Kammersveit Reykjavíkur halda metnaðarfulla tónleika á Myrkum músíkdögum, tónlistarhátíð Tónskáldafélag Íslands. Frá stofnun hefur það verið eitt af helstu markmiðum Kammersveitarinnar að stuðla að nýsköpun í tónlist, vera í nánu samstarfi við tónskáldin og leika og frumflytja íslensk tónverk.

Í ár verða nokkur verkanna áferðarfallegri en oft áður, en þegar nánar er hlustað má greina fleiri lög og dýpri lög af efniviði sem heillar.

Brot eftir Huga Guðmundsson er eins og nafnið ber með sér margskipt verk í 5 andstæðum köflum fyrir blásturs- og strengjahljóðfæri og rafthljóð. Kaflarnir eru á skjön, tímalausir eða keyrðir áfram af dansandi púls.

Blásarakvintettinn Roto con moto eftir Hlyn Aðils Vilmarsson er linnulaus tour de forrce og nánast íþróttamannslegur í eðli sínu.

Hið glitrandi Aequilibra fyrir blandaðan kammerhóp eftir Önnu Þorvalds sem frumflutt var í Bergen árið  2014 fær loks að hljóma á Íslandi.

Guðmundur Pétursson gítarleikari og tónskáld mun yfirgefa rokkheiminn um stund fyrir þann klassíska til að frumflytja Enigma, nýjan gítarkonsert sinn ásamt Kammersveitinni. Hinn afar fjölhæfi Guðmundur er kunningi Kammersveitarinnar og hefur áður leikið með sveitinni en aldrei sitt eigið efni fyrr en nú. Spennandi verður að heyra hvert þetta nýja skref mun leiða Guðmund í víðfeðmum heimi tónlistarstefnanna.

Nánar um Myrka músíkdaga hér.


Minningar

Í Norðurljósum, sunnudaginn 5.mars, kl. 17

Tónleikaröð Hörpu: “Sígildir sunnudagar”    [button type=”default” size=”small” url=”https://www.tix.is/is/harpa/buyingflow/tickets/3119″]Kaupa miða[/button]

uti_brosa

Megin uppistaða tónleika Kammersveitar Reykjavíkur að þessu sinni eru tveir sívinsælir og gjörólíkir ólíkir sextettar sem báðir eru innblásnir af minningum og geisla af lífsþrótti. Mládí eða Æska eftir Janáček fyrir blásara og strengjasextettinn Souvenir de Florence eftir Tchaikovsky. Einnig verður leikin Serenaða nr. 1 eftir Martinu fyrir þar sem blásturs- og strokhljóðfæri sameinast. Serenaðan er létt, í nýklassískum anda og með þjóðlegu ívafi sem stöku sinnum vísar til þorpshljómsveitarinnar.

Tchaikovsky skrifaði Souvenir de Florence sumarið 1890. Verkið byggir á stefjum sem tónskáldið rissaði upp þegar hann dvaldi í Florence, einum af uppáhalds áfangastað sínum fyrr um árið. Þrátt fyrir að vera í moll er karakter verksins óheftur og sprúðlandi. Snilligáfa Tchaikovskys sem meistara laglínunnar skín í gegn í öðrum kaflanum og í ærslafullum þriðja kaflanum koma áhrif slavneskrar þjóðlagahefðar í ljós. Það loftar um frjálslegar laglínurnar í lokakaflanum og að lokum hljómar fúga í sex röddum sem Tchaikovsky var réttilega sérlega stoltur af.

Tékkneska tónskáldið Janáček samdi hið glaðlega Mládí, árið 1924 á sjötugasta aldursári. Þá var hann við upphaf blómatímabils sköpunarferils síns, en það var ekki fyrr en á síðustu árum ævi sinnar að Janacék tók að semja kammerverk, en alls liggja eftir hann fimm slík verk. Mládí byggir m.a. á stefjum sem Janáček heyrði og söng sem drengur í Augustine klausturskólanum í Brno. Verkið ber þess vitni að Janáček hafi átt yndislega æsku því tónlistin eru upp full af barnslegri gleði og bjartsýni, og að lokum hetjuleg, þar sem hún svífur þöndum vængjum í aðalstefi lokakaflans.