SAGA

Kammersveit_rvk_1974
Stofnfélagar Kammersveitar Reykjavíkur: Graham Tagg víóluleikari, Jón Sigurbjörnsson flautu­leikari, Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari, Lárus Sveinsson trompettleikari, Hans Ploder fagottleikari, Kristján Stephensen óbóleikari, Gunnar Egilson klarinettleikari, Sigurður Markússon fagottleikari, Jón Sigurðsson kontrabassaleikari, Helga Ingólfsdóttir semballeikari, Stefán Stephensen hornleikari og Pétur Þorvaldsson sellóleikari.

Blaðað í gömlum efnisskrám e. Reynir Axelsson

Inngangur úr afmælisriti í tilefni af fertugsafmæli Kammersveitar Reykjavíkur

Fyrstu tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur voru haldnir 4. ágúst 1974 að Kjarvalsstöðum. Þá var þjóðhátíð, ellefu hundrað ára afmæli Íslandbyggðar, og þetta voru sérstakir þjóðhátíðartónleikar. Til margra menningarviðburða var stofnað þetta ár og ýmislegt sett á fót í tilefni afmælisins. En ekki hefur margt af því reynzt jafnlanglíft og Kammer­sveitin, né skilið eftir sig dýpri spor í menningu landsins.

Í viðtali sem Bergþóra Jónsdóttir átti við Rut Ingólfs­ dóttur í desember 2009 lýsti Rut aðdragandanum að stofunun sveitarinnar:

Þetta var ekki bara minn draumur. Við vorum nokkur sem spiluðum saman í barokkkvintett Helgu Ingólfsdóttur, Helga, Kristján Stephensen óbóleikari, Jón Sigurbjörnsson flautu­leikari, Pétur Þorvaldsson sellóleikari og ég. Hugmyndin að Kammersveitinni þróaðist í því samstarfi. Þarna spiluðum við eingöngu barokktónlist, en okkur langaði til að geta breikkað efnisvalið og stækkað hópinn. Kristján og Jón voru líka í Blásarakvintett Tónlistarskólans og komu með þá hugmynd að sameina hópana. Þá bættust við Gunnar Egilson á klarinett, Hans Ploder og Sigurður Markússon á fagott og Stefán Stephensen á horn. Við bættum svo Lárusi Sveinssyni við á trompet, Graham Tagg á víólu og Jóni Sigurðssyni á kontra­bassa. Þetta voru hinir eiginlegu stofnfélagar Kammersveitar Reykjavíkur.

Því má bæta við að Kammersveitin hefur komið fram með eða án hljómsveitarstjóra eftir því hvers efnisskrá tónleika krefst í það og það skiptið, og að fyrstu árin féll það hlutverk oftast í hendur Páls Pampichler Pálssonar, þótt margir aðrir hafi síðar einnig komið við sögu, og þar á meðal ýmsir góðir gestir, eins og vikið verður að hér á eftir.

Efnisskrá fyrstu tónleikanna vísaði að mörgu leyti veg­ inn um það sem koma skyldi. Tónleikarnir hófust á Con­ certo grosso nr. 1 í D­dúr eftir Arcangelo Corelli. Þar næst söng Elísabet Erlingsdóttir með sveitinni brúðkaupskant­ötuna Weichet nur, betrübte Schatten BWV 202 eftir Johann Sebastian Bach. Eftir hlé var svo leikið verkið Kristallar eftir Pál Pampichler Pálsson, og síðast á efnisskránni var Nonetto eftir Bohuslav Martinů. En það er óhætt að segja að megin­ áherzla Kammersveitarinnar alla tíð síðan hafi verið að flytja annarsvegar tónlist frá barokktímanum, en hinsvegar íslenzk verk og verk erlendra tónskálda frá tuttugustu og (nú á síðustu árum) tuttugustu og fyrstu öld, þótt hún hafi að sjálfsögðu einnig sinnt tónlist frá klassísku og róman­tísku tímabilunum, þótt í nokkuð minna mæli hafi verið.

Sveitin einsetti sér í upphafi að efna til fernra áskriftar­ tónleika á hverju starfsári og hefur í meginatriðum haldið þeirri stefnu, þótt sum árin ha hún aðeins ráðgert og haldið þrenna áskriftartónleika. En strax frá fyrsta árinu hefur hún sinnt miklu eiri verkefnum. Tökum hér ein­ungis fyrsta starfsárið sem dæmi: Þá hélt sveitin eins og ráðgert var sína fernu áskriftartónleika fyrir utan þjóðhá­ tíðartónleikana, en einnig kom sveitin eða hluti hennar fram á tvennum Háskólatónleikum, á aðventukvöldi í Bústaðakirkju, við setningarathöfn Sambands íslenzkra sveitarfélaga, þar sem leikinn var konsert eftir Leopold Mozart fyrir trompet, tvö horn og strengi, á ráðstefnu í tilefni alþjóðlega kvennaársins og á sérstökum tónleikum á lokaðri myndlistarsýningu til heiðurs Ragnari Jóns­ syni í Smára, þar sem einungis voru utt verk eftir Leif Þórarinsson.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum örutíu árum, og tónlistarlí ð í landinu hefur tekið stakkaskiptum. Það er gaman að bera saman tvær blaðagreinar um tónlist­ ina í landinu, sem eru skrifaðar með þrjátíu ára millibili. Fyrri greinin er frá febrúar 1980 eftir Jón Þórarinsson, tón­ skáld, og höfundurinn segir hana skrifaða „til athugunar og minnis fyrir stjórnmálamenn“. „Nú er því svo farið, því miður,“ segir í greininni, „að menningarstarfsemi á afar­ fáa málsvara í hópi stjórnmálamanna. Það sé fjarri mér að segja að alþingismenn séu beinlínis óvinveittir menn­ ingunni, en hitt verður varla hrakið, að í hópi þeirra eru fáir, sem líklegir væru til að taka upp baráttu fyrir lista­ eða menningarstarfsemi að fyrra bragði eða án „þrýstings“ úr einhverri átt.“ Greinin er skrifuð í tilefni af Myrkum músík­ dögum, sem hafði þá nýlega verið hleypt af stokkunum í fyrsta sinn með mm tónleikum, þar á meðal einum tón­ leikum Kammersveitarinnar. „Ég leyfi mér að fullyrða það í allri hógværð,“ segir Jón, „að allir þessir tónleikar uppfylltu ströngustu listrænar kröfur, bæði að efni og flutningi.“ En samt sem áður finnur hann ástæðu til að hafa áhyggjur, því að „mestöll tónlistarstarfsemi í landinu hvílir á afar ótryggum grunni.“ Hann telur svo upp í sex liðum það sem honum finnst að stjórnmálamenn mættu gera til eflingar tónlistarlí í landinu. Fyrsti liðurinn er að sett verði lög til að tryggja starfsgrundvöll Sinfóníuhljómsveitar Íslands en annar liðurinn hljómar þannig: „Styðja þarf iðkun kammertónlistar í landinu, t.d. Kammersveit Reykjavíkur, sem unnið hefur mikilvægt starf í einskonar þegnskyldu­ vinnu á undanförnum árum, svo og aðra slíka okka, sem hafa getu og vilja til nytsamra starfa, og ekki síður utan höfuðborgarsvæðisins en á því.“ Við látum hér staðar numið í upptalningunni, sem þó er fróðleg.

Seinni greinin er eftir Sigursvein Magnússon, tónlistar­ skólastjóra, frá febrúar 2010. Sigursveinn segist hafa hitt góðan vin á götu sem undraðist að nýlega hafi unglingar flutt 9. sinfóníu Beethovens í tvígang fyrir fullu húsi, en fyrir aðeins fáeinum áratugum hefði það þótt stórvirki að Sinfóníuhljómsveit Íslands og Söngsveitin Fílharmónía skyldu ráða við að flytja þetta verk. „Hvaðan kemur allur sá skari æskufólks sem er skapandi í músík?“, spyr vinur Sigursveins og telur upp yfir fimmtán tónlistarhátíðir sem eru haldnar árlega víðsvegar um landið og meira en átta tónlistarhópa sem starfa reglulega við flutning sí­gildrar tónlistar eða djass­tónlistar (án þess þó að þessi upptalning sé endilega tæmandi), svo að ekki sé talað um allan þann fjölda hljómsveita sem fást við dægurtónlist. Sigursveinn hefur svarið á reiðum höndum: „Árið 1966, er stórvirki Beethovens var fyrst flutt og Ísland kvaddi sér hljóðs á þessu sviði heimsmenningarinnar, var blekið rétt að þorna af nýrri lagasetningu Gylfa Þ. Gíslasonar um fjár­hagslegan stuðning við tónlistarskóla, en þar með hófst menningarsókn sem enn sér ekki fyrir endann á. […] Fyrir tilstilli lagasetningar Gylfa og síðar Vilhjálms Hjálmars­ sonar urðu til tækifæri til menntunar í hljóðfæraleik og söng og með árunum varð til fjöldahreyfing sem bar uppi þessa miklu grósku.“

Hvað má læra af samanburði þessara tveggja blaða­ greina? Fyrst kannski það að einungis þarf einn eða tvo stjórnmálamenn á valdastóli sem hafa skilning og áhuga á menningarstarfsemi til að breyta heilu þjóðfélagi til betri vegar. Hins vegar það, að þeir eru ekki alltaf á hverju strái. Af þeim sex liðum sem Jón Þórarinsson taldi upp hefur kannski aðeins einn komizt alveg til fullrar framkvæmdar: Sinfóníuhljómsveit Íslands virðist nú vera komin á nokkuð öruggan kjöl. Hinir liðirnir hafa svo sem ekki alveg verið vanræktir, en það er óhætt að segja að ennþá hvíli mikið af því blómlega tónleikahaldi sem fyrir nnst í landinu á „afar ótryggum grunni“ árhagslega og sé meira haldið uppi af þekkingu og færni tónlistarfólksins sem að því stendur, venjulega í einhverskonar þegnskylduvinnu, en af með­ vitaðri og skipulagðri aðstoð og y rsýn opinberra aðila. Enn virðast fáir stjórnmálamenn vera líklegir til að „taka upp baráttu fyrir lista­ eða menningarstarfsemi að fyrra bragði“, svo notuð séu orð Jóns Þórarinssonar.

Starfsemi Kammersveitar Reykjavíkur hefur hlotið ár­ styrki bæði frá ríki og borg, en aldrei hefur verið á örugg mið að sækja í þeim efnum, og það er óhætt að segja að hún hafi fyrst og fremst verið borin uppi af einskærum áhuga og eldmóði þess tónlistarfólks sem hefur starfað í sveitinni og með henni. Einnig virðist ekki á neinn hallað þótt sagt sé að Rut Ingólfsdóttir, sem veitti sveitinni forustu frá stofnun og til ársloka 2009 og hefur ekki alls fyrir löngu tekið við stjórn hennar að nýju, hafi með áhuga sínum, einurð og dugnaði náð að styrkja Kammersveit Reykjavíkur svo í sessi að í hugum flestra er hún ein helzta stoðin í tónleikahaldi landsmanna, næst á eftir Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Til að gera mér einhverja grein fyrir umfangi þess starfs sem Kammersveit Reykjavíkur hefur innt af hendi í þágu íslenzks tónlistarlífs hef ég að undanförnu blaðað í efnis­skrám tónleika Kammersveitarinnar frá upphafi . Þar er ekki um vísindalega könnun að ræða, og þær athugasemdir sem hér fara á eftir ber að skoða í því ljósi. Sér í lagi ber að nefna að tölur sem nefndar eru þarf að taka með hæfilegum fyrirvara, því að ekki er alltaf fullkomlega ljóst hvernig telja skal, og auk þess er ekki víst að öll kurl séu komin til grafar: Nýjar heimildir gætu ennþá skotið upp kollinum. Samt getur varla skeikað verulega miklu, þannig að þær ættu að gefa sæmilega góða mynd, þrátt fyrir að reikna megi með einhverjum skekkjum…

…Á þessum fjörutíu árum hefur Kammersveitin flutt ein 400 tónverk eftir 160 erlend tónskáld, og rétt rúmlega 130 verk eftir 40 innlend tónskáld; alls um það bil 530 verk eftir 200 tónskáld. Mörg þessara verka hefur sveitin flutt oftar en einu sinni; og ef við teljum flutningana frekar en verkin, þá verður útkoman nálægt 940, og að meðaltali hefur því hvert verk verið utt um það bil 1,8 sinnum.