Tónleikaárið 2017-2018
Septettar eftir Hummel & Beethoven
Í Norðurljósum, Hörpu, 10. september 2017 – kl. 17:00
Á “Sígildum sunnudögum”, tónleikaröð Hörpu
[button type=”default” size=”small” url=”https://www.tix.is/is/harpa/buyingflow/tickets/4537/”]Kaupa miða[/button]
Á fyrstu tónleikum starfsársins leikur Kammersveit Reykjavíkur septetta eftir tvö tónskáld klassíska tímabilsins, Ludwig van Beethoven og Johann Nepomuk Hummel.
Ítalskir konsertar
Í Norðurljósum, Hörpu, 10. desember 2017 – kl. 17:00
Á „Sígildum sunnudögum,“ tónleikaröð Hörpu.
[button type=”default” size=”small” url=”https://www.tix.is/is/harpa/buyingflow/tickets/4551/”]Kaupa miða[/button]
Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur eru að þessu sinni eru helgaðir ítalskri barokktónlist. Einleikarar koma úr röðum sveitarinnar en einnig verður lútuleikarinn Arngeir Heiðar Hauksson sérstakur gestur. Arngeir hefur helgað sig upprunaflutningi á fornri tónlist og hefur starfað lengi í Bretlandi með hinum ýmsu tónlistarhópum.
Á tónleikunum leikur Kammersveitin hina þekktu jólakonserta Corellis og Manfredinis en auk þeirra eru á efnisskrá einleikskonsertar eftir Vivaldi og Brescianello. Arngeir Heiðar leikur einleik í lútukonserti Vivaldis en aðrir einleikarar á tónleikunum eru Una Sveinbjarnardóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir, Gunnhildur Daðadóttir og Laufey Jensdóttir á fiðlu, Hrafnkell Orri Egilsson á selló og Matthías Birgir Nardeau á óbó.
„Ferli“
Kammersveit Reykjavíkur og pólska strengjasveitin Elbląska Orkiestra Kameralna, sameinast undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar á lokatónleikum Myrkra músíkdaga.
Í Norðurljósum, Hörpu, 27. janúar 2018 – kl. 21:00
Kammersveit Reykjavíkur og gestir þeirra, Elbląska Orkiestra Kameralna, munu renna saman í eina sveit á þessum tónleikunum undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar hljómsveitarstjóra, sem nú stjórnar Kammersveitinni í annað sinn.
Það er vel við hæfi að á lokatónleikum Myrkra músíkdaga, tónlistarhátíðar Tónskáldafélags Íslands, verða öll tónverkin frumflutt, þrjú á heimsvísu og tvö á Íslandi. Og öll eiga þau sameiginlegt að vera eftir íslensk tónskáld.
Á efnisskrá er From My Green Karlstad, nýtt verk eftir Finn Karlsson, pantað af Kammersveit Reykjavíkur, Mosk eftir Þorkell Sigurbjörnsson f. strengi og sjávartrommu í minningu tónskáldsins sem hefði orðið áttrætt árið 2018, Dämmerung eftir Páll Ragnar Pálsson f. strengi og sópran við ljóð Melittu Urbancic. Eistneska sópransöngkonan Tui Hirv syngur einsöng í því verki.
Una Sveinbjarnardóttir, konsertmeistari Kammersveitarinnar verður einleikari í Demeter, Fiðlukonsert eftir Oliver Kentish og hljóðfæraleikarar kammersveitanna munu skipta um hlutverk og leika verkið Ferli eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir 10-30 ásláttarleikara í tilefni af áttræðisafmæli tónskáldsins síðar á árinu.
Kaupa miða hér
„Aires Tropicales“
Suðræn tónlistarveisla á Sígildum sunnudegi
Í Norðurljósum, Hörpu, 27. maí 2018 – kl. 17:00
Á lokatónleikum starfsársins býður Kammersveit Reykjavíkur til suðrænnar tónlistarveislu.
Yfirskrift tónleikanna er Aires Tropicales og vísar bæði til eins tónverksins á efnisskránni og einnig til uppruna tónskáldanna, en þau koma frá Brasilíu, Kúbu, Uruguay, Spáni og Argentínu. Boðið er upp á hressilega tangóstemningu, spænska balletttónlist og kúbverska dansa, svo fátt eitt sé nefnt.
Efnisskrá:
Heitor Villa-Lobos Quinteto (em forma de chôros)
Paquito D’Rivera Aires Tropicales
Miguel del Aguila Tango Trio op. 7
Manuel de Falla Pantomime & Ritual Fire Dance úr El Amor Brujo
Miguel del Aguila Disagree!
Astor Piazzolla Svíta fyrir nonett í útsetningu Marcelo Costas
Imágenes 676
Romance del diablo
La muerte del ángel
Kaupa miða hér